Ísorka mætt á Blönduós

Ísorka ehf.

19. júlí 2023
Blönduós í hraðhleðslunet Ísorku
Ísorka straumsetur glænýja hraðhleðlsustöð á Blönduósi

Þessi glæsilega stöð er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.
Verkefnið var í þetta skiptið unnið í samstarfi við Orkusjóð.
Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS tengi.

Húnvetningar voru svo glaðir að þeir slógu upp veislu sem þeir kalla Húnavöku. Reyndar hafa þeir haldið þá hátíð áður svo okkur finnst líklegt að veislan hafi ekki alfarið verið til heiðurs hraðhleðsustöðvarinnar.

Þetta er auðvitað virkilega jákvætt fyrir íbúa í Húnavatnssýslu og nágrenni sem hafa beðið lengi eftir að Ísorka komi enneinu sinni til bjargar með nýrri hraðhleðslustöð

Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna öllum rafbíla notendum vel.
Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að „fara norður“

Til fróðleiks þá rennur áin Blanda í gegnum Blönduós og er bærinn byggður við ós hennar og af því dregur bærinn nafnið sitt.
 
Myndir frá Blönduósi í rjómablíðu

Ísorka ehf.

19. júlí 2023
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.