Reykjavíkurborg samdi nýverið við Orkuveitu Reykjavíkur og Veitur um uppsetningu hátt í eitt hundrað nýrra hverfahleðslustöðva fyrir rafbíla en fyrir voru þær um 400. Alls verða 94 hverfahleðslustöðvar settar upp á 20 stöðum víðs vegar um Reykjavík á næstunni.
Þessar nýju stöðvar verða staðsettar nærri fjölbýlishúsum og almennum bílastæðum í samræmi við þá stefnu borgarinnar að styðja við orkuskipti hjá þeim sem eiga þess ekki kost að hlaða rafbíla sína við heimahús.
Reiknað er með að meirihluti nýju hverfishleðslustöðvanna verði tilbúinn til notkunar innan fárra vikna. Ísorka tók þátt í þessu útboði og var fyrirtækinu úthlutað alls 28 hleðslustæðum á fimm svæðum, sem var það mesta sem einstökum þátttakanda í útboðinu var treyst fyrir.
Ísorka mun setja nýju hleðslustöðvarnar upp á eftirtöldum stöðum:
Við þetta stækkar hverfahleðsluþjónustan okkar töluvert en fyrir var Ísorka með alls 102 stöðvar hjá hverfahleðslu Reykjavíkurborgar. Við stefnum að því að allar okkar stöðvar verði komnar upp á allra næstu dögum samhliða því að Veitur klári jarðvinnu á viðkomandi svæðum.
Þessar nýju stöðvar bætast þá við þær rúmlega 4.000 hleðslustöðvar sem Ísorka rekur í dag í samstarfi við hundruð fyrirtækja og húsfélaga á landinu.