150 kW viðbót á Hólmavík
Share
Orkubú Vestfjarða hefur bætt við 150 kW hraðhleðslustöð við eldri 50 kW stöðina í Hólmavík.
Þetta er kærkomin viðbót við eldri stöðina. Stöðin er tengd við Ísorku og aðgengileg öllum í gegnum Ísorku-appið og/eða með Ísorku-lykli.
Oddbjörn og Dóra ánægð með nýju stöðina ásamt Þorsteini svæðisstjóra. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Hraðhleðslustöðin er frábær viðbót sem styrkir þjónustunetið í Hólmavík til muna. Núna er hægt að hraðhlaða 3 rafbíla samtímis í Hólmavík.
Við óskum Orkubúi Vestfjarða til hamingju með nýju hleðsluststöðina.