Orkubú Vestfjarða hefur sett upp 150 kW DC stöð fyrir utan Mjósund 3 á Ísafirði
Með hraðhleðslustöðinni er loksins komin hraðhleðslustöð frá Orkubúinu á Ísafjörð. Stöðin er tengd við Ísorku og aðgengileg öllum í gegnum Ísorku-appið og/eða með Ísorku-lykli.
Hraðhleðslustöðin er frábær viðbót sem þéttir hleðslunet Orkubúsins og Ísorku en langþráður draumur er nú orðinn loks að veruleika með að geta hraðhlaðið rafbíla á Ísafirði.
Hleðslustöðin er með 2 CCS tengjum og hleður 2 rafbíla samtímis.
Við óskum Orkubúi Vestfjarða til hamingju með nýju hleðsluststöðina.