Tvær nýjar hraðhleðslur við KFC og Skalla Selfossi⚡️🍗

Tvær nýjar hraðhleðslur við KFC og Skalla Selfossi⚡️🍗

KFC hefur sett upp 2 nýjar hraðhleðslustöðvar við hinn víðfræga veitingastað KFC og Skalla Selfossi, Austurvegi 46.

Hleðslutöðvarnar er 150 kW hvor og geta hlaðið allt að fjóra bíla samtímis.
Fjögur CCS tengi eru á staðnum ásamt tveimur Chademo tengjum.
Síðar verður hægt að stækka stöðvarnar í allt að 300 kW.

Svangir rafbílaeigendur geta nú hlaðið á rafbílinn á fjórum sölustöðum KFC; Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Kópavogi og nú Selfossi.🔋

Hleðslustöðvarnar má þegar finna í Ísorku appinu og er aðgengileg öllum með Ísorku aðgang.

KFC er leiðandi fyrirtæki í flokki veitingastaða sem leggja sitt að mörkum í orkuskiptunum og óskar Ísorka þeim innilega til hamingju með þessa frábæru viðbót!

Hlöðum saman⚡️

 

Back to blog