Spurt og svarað - Ísorka - Hleðslustöðvar
16158
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16158,theme-bridge,woocommerce-no-js,yith-wcan-free,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-title-hidden,qode_grid_1200,columns-4,qode-child-theme-ver-0.1.0,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

SPURT OG SVARAÐ

Fyrir rafbílaeigendur
 • Hvað er Ísorka?

  • Ísorka er hugbúnaður, rekstartkerfi, álagsstýring og greiðslumiðlun fyrir þá sem vilja hlaða rafbílinn sinn.
  • Ísorka býður allt sem til þarf í hleðslulausnum fyrir rafbílaeigendur.
  • Ísorka veitir ráðgjöf og annast uppsetningar á hleðslustöðvum.
 • Hvernig nýti ég mér þjónustu Ísorku?

  • Þú byrjar á því að skrá þig með því að smella hér
  • Við sendum þér aðgangsupplýsingar með tölvupósti
  • Við sendum þér hleðslulykil
  • Þú sækir smáforrit í símann þinn, ef þú villt
  • Þú skráir þig inn í smáforritið
  • Þú tengir bílinn þinn við Ísorku stöð og leggur hleðslulykil upp að lesara eða opnar með smáforritinu
  • Þú fylgist með hleðslunni í smáforritinu
  • Þú stöðvar hleðslu með því að leggja hleðslulykil upp að lesara eða stoppar með smáforritinu
  • Þú aftengir bílinn
  • Þú skoðar alla þína notkun inni á mínum síðum á www.isorka.is
 • Kostar að vera meðlimur í Ísorku?

  Þjónusta Ísorku er gjaldfrjáls.

  • Það kostar ekkert fyrir bíleiganda að vera meðliðum í Ísorku
 • Kostar að nota smáforritið?

  • Smáforrit Ísorku er gjaldfrjálst.
 • Hvernig borga ég fyrir rafmagn?

  • Þeir notendur sem skráðu sig fyrir 13.09.2017 þurfa að tengja kreditkortið sitt við aðganginn inni á mínum síðum
  • Engin skuldfærsla á sér stað við skráningu
  • Við skuldfærum 3.000 Kr. þegar inneign fer undir 0 Kr
  • Einnig er hægt að handfylla á inneign inni á „mínum síðum
  • Ef inneign tæmist þá lokast fyrir hleðslu á hleðslustöðvum

  Ef þú ert ekki meðlimur þá getur greitt á staðnum með Kreditkorti

  • Sækir smáforrit Ísorku í símann þinn
  • Velur hleðslustöðina
  • Velur “Hlaða” og númer tengils á stöðinni
  • Velur “Greiða með kreditkorti”
  • Eftir það er eftirleikurinn einfaldur
 • Ef ég vil hætta að nýta mér þjónustu Ísorku en á inneign?

  • Þá greiðum við þér inneignina til baka inn á kortið þitt og lokum aðganginum
 • Get ég tekið frá hleðslustöð?

  • Já, ef stöðvareigandi stillir hleðslustöðina þannig að hægt sé að taka hana frá
 • Hvernig tek ég hleðslustöð frá?

  • Þú finnur hleðslustöðina í smáforritinu, velur „Taka frá“ velur stöðina
  • Eftir það er stöðin frátekin fyrir þig í 30 mínútur
  • Aðrir notendur sjá að stöðin er upptekin í smáforritinu
  • Í sumum tilfellum kostar að taka hleðslustöð frá. Ef svo er, þá sést það í Ísorka smáforritinu
 • Er greiðslumiðlunin örugg?

  • Já, öll greiðslumiðlun er dulkóðum eftir ströngustu kröfum
  • Öll greiðslumiðlun er í gegnum Solinor www.solinor.com
 • Getur einhver hjá Ísorku séð kortanúmerið mitt?

  • Nei, allar kortaupplýsingar eru dulkóðaðar í umsjónarkerfi Ísorku
 • Get ég prentað út yfirlit á allri notkuninni minni?

  • Já, inni á mínum síðum getur sér allt yfirlit og prentað út
 • Get ég notað smáforrit Ísorku í Windows Mobile?

  • Windows Mobile notendur smella á “Hleðslustöðvar” inni á www.isorka.is í símanum sínum. Þar skrá þeir sig inn. Virknin þar er sú sama og í smáforritum Ísorku fyrir Android og Iphone
 • Hvernig nota ég Apple Watch?

  Ísorku smáforritið fyrir Iphone fer líka inn á Apple Watch sem er parað við símann. Með úrinu getur þú fylgst með:

  • kW stundum sem eru komnar inn á bílinn þinn
  • Tímanum sem þú hefur verið tengdur
  • Kostnað við hleðslu
  • Stöðvað hleðslu
Fyrir hleðslustöðvaeigendur
 • Hvað er Ísorka

  • Ísorka er hugbúnaður, rekstartkerfi, álagsstýring og greiðslumiðlun fyrir þá sem vilja hlaða rafbílinn sinn.
  • Ísorka býður allt sem til þarf í hleðslulausnum fyrir rafbílaeigendur.
  • Ísorka veitir ráðgjöf og annast uppsetningar á hleðslustöðvum.
 • Hvernig kemst ég í samband við ykkur?

  • Þú getur sent okkur tölvupóst á isorka@isorka.is eða hringt í síma 5687 666
 • Er hægt að tengja allar tegundir hleðslustöðva við Ísorku?

  • Hægt er að tengja nær allar stöðvar sem styðja s.k. OCPP samskipti
 • Hvernig er stöðin tengd?

  • Sumar stöðvar eru með innbyggðu 3g/GPRS modem, þá tengist hún í gegnum það
  • Ef stöð er ekki með 3G/GPRS modem þá metum við bestu leiðina hverju sinni
 • Hvað ef það er ekkert netsamband, eins og í bílakjallara?

  • Þá tengjum við hana með staðarneti eða leggjum að henni með 3G/GPRS modemi sem er í netsambandi
 • Getur hver sem er tengt stöð við kerfið?

  • Já, allir eru velkomnir, stórir sem smáir
 • Hvernig fæ ég greitt fyrir að hlaða bíl?

  • Inni á „mínum síðum“ stjórnar þú allri verðlagningu sjálfur
   • Verð fyrir kW stund DC
   • Verð fyrir kW stund AC
   • Verð fyrir mínútur DC
   • Verð fyrir klukkustund AC
   • Verð fyrir mínútu fyrir að taka stöð frá
 • Hvernig fæ ég greiðslurnar?

  • Um hver mánaðarmót sér Ísorka um að greiða alla selda þjónustu beint inn á reikning stöðvareiganda
 • Get ég séð hver tekur rafmagn á stöðinni minni?

  • Nei, þú sérð einungis að notandi Ísorku tók rafmagn, ekki persónuupplýsingar
 • Get ég séð alla notkun á stöðinni minni?

  • Já, þú hefur yfirlit yfir:
   • Allt rafmagn sem hefur farið í gegnum stöðina
   • Fjöldi mínútna sem notandi var tengdur
   • Meðaltal yfir heimsóknir
    • Á dag
    • Á viku
 • Sé ég ef stöðin mín er biluð?

  • Já, þú sérð ef hún hefur misst tengingu við Ísorku
  • Einnig vakta starfsmenn Ísorku stöðina
 • Get ég fjarstýrt stöðinni minni?

  • Já, þú getur getur t.d. sagt henni að:
   • Opna fyrir hleðslu
   • Stöðva hleðslu
   • Sleppa hleðslukapli
   • Lokað á virka pöntun (frátekin)
   • Stöðva gjaldtöku
   • Endurræst hugbúnað stöðvarinnar (reboot)
 • Get ég séð samskipti stöðvarinnar (LOGS)?

  • Já, þú getur séð sögu allra samskipta við stöðina, s.k. logg skrár frá því að stöð tengist fyrst við kerfið
 • Get ég haft stöðina mína einungis fyrir ákveðna notendur?

  • Já, við getum sett stöðina sem private, hún er þá einungis sýnileg þeim sem hafa heimild til þess að hlaða á henni