Hvað kostar að hlaða ?

Sigurður Ástgeirsson

5. apríl 2021
Þegar kemur að því að hlaða rafbíla í fjölbýlishúsum þarf að hafa í huga að þar geta ýmsar hindranir verið í veginum. Flókið yrði að tengja staka hleðslustöð í rafmagnstöflu hverrar íbúðar fyrir sig og því þurfa íbúar að finna lausn á hleðslu rafbíla í sameiningu.

Rafbílar og hleðsla rafbíla

Rafbílar, eða bílar með tengli, eru að verða sívinsælli kostur í dag. Það sem af er árinu 2021 hafa tæp 23% nýskráðra einkabifreiða hér á Íslandi verið hreinir rafbílar. En hvað þarf að hafa í huga þegar festa á kaup á rafbíl eða bíl með tengli?

Which Electric Cars Are Compatible With Type 2 To Type 2 EV Charging  Cables? | Ezoomed

Hvernig á að hlaða rafbílinn?

Áður en farið er að velja réttu tegundina og spá í drægni er mikilvægast að hugsa um hvernig á að hlaða rafbílinn eftir að hann hefur verið keyptur. Er greiður aðgangur að rafmagni heima fyrir eða er ætlunin að nýta á almenningshleðslustöðvar? Er húsfélagið búið að samþykkja uppsetningu hleðslulausnar fyrir sameignina eða má hver íbúi sjá um sína hleðslulausn sjálfur? Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 þá er réttur rafbílaeigenda vel varinn þar sem allir eiga rétt á að hlaða bílinn sinn heima. 



Hleðsla á almenningshleðslustöðvum

Rafbílaeigendur geta bæði hlaðið bílana sína á hraðhleðslustöðvum, þ.e.a.s. stöðvum sem gefa mikið rafmagn (50kW +) á stuttum tíma, og hefðbundnum hleðslustöðvum sem gefa í mesta lagi 22kW. Hraðhleðslustöðvar eru sérstaklega hentugar á langferðum og þegar rafbíllin er alveg að verða rafmagnslaus eftir annasaman dag. Slíkar stöðvar eru með áföstum köplum sem henta fyrir flestar tegundir rafbíla. Við segjum „flestar tegundir“ vegna þess að bílar sem fluttir eru inn frá Ameríku geta yfirleitt ekki tengst hraðhleðslustöðvum. Við munum fjalla meira um það í síðar.

Á hraðhleðslu er nær alltaf gjaldtaka. Ávallt er rukkað eftir kWst. sem hver tekur og sumstaðar er tímagjald rukkað samstundis eða síðar t.d. eftir 3 - 4 klst. Verð á kWst. er oft frá 20 - 50 kr. Tímagjaldið er síðan frá 0 - 20 kr. mínútan.

Hefðbundnar hleðslustöðvar eða almenningshleðslustöðvar, hlaða bílinn hægar en hraðhleðslustöðvar og þá þarf að gefa rafbílnum lengri tíma til að ná góðri hleðslu. Ef ætlunin er að hlaða rafbílinn á almenningshleðslustöðvum er nauðsynlegt að eiga hleðslukapal þar sem engir áfastir kaplar eru á slíkum stöðvum. Við mælum ávallt með því að rafbílaeigendur fjárfesti í góðum CE-merktum hleðsluskapli til að hafa í bílnum. Kapallinn getur komið sér vel á ferðalagi um landið sem og í daglegum akstri.

Á slíkum stöðvum er oft gjaldtaka. Ávallt er rukkað eftir kWst. sem hver tekur og sumstaðar er tímagjald rukkað samstundis eða síðar t.d. eftir 3 - 4 klst. Verð á kWst. er oft frá 19 - 26 kr. Tímagjaldið er síðan frá 0,5 - 3 kr. mínútan.

Fjölmargar almenningshleðslustöðvar eru komnar upp víðsvegar um landið. Í Kringlunni er hægt að hlaða bílinn á meðan verslað er og í Smáralind er einnig boðið upp á hleðslu. Sífellt fleiri verslanir og bæjarfélög eru nú farin að bjóða upp á aðgang að hleðslustöðvum til að auka þjónustu við rafbílaeigendur. Sannarlega góð þróun til framtíðar. Hægt er að sjá staðsetningu nær allra almenningshleðslustöðva á Íslandi í Ísorkuappinu.




Að hlaða rafbílinn heima

Þegar kemur að því að hlaða rafbílinn heima, þá mælum við með að ávallt sé notuð vottuð, CE-merkt hleðslustöð. Ekki er mælt með því að hlaða bílinn á hefðbundnum rafmagnstengli. Flestum rafbílum fylgir hleðslusnúra með kló í annan endann en þá snúru ætti aðeins að nota í neyð og til skamms tíma í einu. Þá ætti einnig að takmarka hleðsluna verulega þegar hlaðið er með þessari aðferð. Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig hleðslu rafbíla skuli háttað. Hægt er að lesa það hér.

Fólk sem býr í sérbýli, raðhúsi, parhúsi eða litlu fjölbýli á oftast auðvelt með að setja upp eigin hleðslustöðvar, annað hvort utandyra eða inni í bílskúr. Heimahleðslustöðvar eiga það flestar sameiginlegt að vera nettar og þægilegar í notkun og ekki er þörf á að álagsstýra þeim sérstaklega þar sem þær eru tengdar beint í rafmagnstöflu rafbílaeigandans.

Þegar við hlöðum heima þá getur kostað frá 13,8 - 19,4 kr. kWst. Allt eftir því hvar á landinu þú býrð og hjá hvaða raforkusala þú verslar þitt rafmagn.

Hleðsla rafbíla í fjölbýlishúsum

Þegar kemur að því að hlaða rafbíla í fjölbýlishúsum þarf að hafa í huga að þar geta ýmsar hindranir verið í veginum. Flókið yrði að tengja staka hleðslustöð í rafmagnstöflu hverrar íbúðar fyrir sig og því þurfa íbúar að finna lausn á hleðslu rafbíla í sameiningu. Þetta getur verið spurning um að koma tengingum fyrir hleðslustöðvar við hvert bílastæði í bílakjallara eða setja upp hleðslustöðvar á sameiginlegu bílastæði utandyra. Sama hvaða leið verður fyrir valinu þarf að huga vel að aðgangsstýringu og álagsdreifingu á rafmagni, til þess að hleðsla á mörgum rafbílum samtímis slái ekki út rafmagni hússins og greiðslulausn svo sameignin sitji ekki uppi með allan rafmagnskostnaðinn. 

Til eru fjölmargar hleðslulausnir fyrir húsfélög og býður Ísorka t.d. upp á snjalla lausn sem sameinar álagsstýringu og greiðslulausn í einum pakka. Vert er að benda á nýleg lög en þar kemur meðal annars fram að ef óskað er eftir hleðslulausn í sameign er húsfélagi skylt að verða við því. Hér er hægt að lesa lögin í heild sinni. Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður bjóða nú upp á styrki fyrir húsfélög sem vilja koma upp hleðslulausn í sameign og hefur Ísorka aðstoðað sína viðskiptavini við umsóknir eftir því sem við á.

Að keyra um á rafbíl á Íslandi er frábær kostur sem stendur öllum til boða, hvort sem búið er í fjölbýli eða einbýli. Það er ekki bara umhverfisvænt að keyra um á íslenskri raforku, heldur kemur það sér einnig vel fyrir veskið.

Sigurður Ástgeirsson

5. apríl 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.