Ísorka & Olís tengja bílinn þinn um land allt

Ísorka ehf.

15. september 2022
Olís & Ísorka til bjargar rafbílaeigendum

 

Versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið Olís og hleðslu­lausnafyr­ir­tækið Ísorka hafa und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu á neti hraðhleðslu­stöðva sem staðsett­ar verða á þjón­ustu- og sjálfsaf­greiðslu­stöðvum Olís um allt land. Stefnt er að upp­bygg­ingu 20 staðsetn­inga inn­an tveggja ára þar sem raf­bíla­eig­end­ur geta hlaðið bif­reiðar sín­ar með fyrsta flokks búnaði.

Ísorka er leiðandi aðili á Íslandi í hleðslulausnum. Olís hefur þjónustað bifreiðaeigendur í hartnær öld og býr yfir heppilegum staðsetningum fyrir fólk á ferðinni um land allt. Með því að sameina krafta sína vonast þeir Frosti og Sigurður til þess að fyrirtæki þeirra geti veitt vaxandi hópi rafbílaeigenda fjölbreytta þjónustu í hæsta gæðaflokki, eins og þeir orða það. 

Frosti Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Olís og Sig­urður Ástgeirs­son fram­kvæmda­stjóri Ísorku segja í sam­tali við Morg­un­blaðið að haf­ist verði handa við fyrstu staðsetn­ing­arn­ar á kom­andi mánuðum. Stefnt sé að því að 6-8 nýj­ar staðsetn­ing­ar verði komn­ar í notk­un fyr­ir ára­mót.

„Það er kjarna­mark­mið hjá okk­ur að fjölga vin­um við veg­inn – bæði viðskipta­vin­um og sam­starfsaðilum – og þetta er stórt skref í átt að því marki. Sú upp­bygg­ing sem er fram und­an er því mikið fagnaðarefni fyr­ir bæði okk­ur og raf­bíla­eig­end­ur,“ seg­ir Frosti.

Aðspurður segir Sigurður að mikill uppsveifla sé hjá fyrirtækinu núna eftir að hafa verið starfandi frá árinu 2014. Starfsmannafjöldinn hafi meira en tvöfaldast á þessu ári. „Við erum sautján núna en vorum sex í janúar sl.“

Hann segir fyrirtækið reka rúmlega tvö þúsund hleðslustöðvar.  „Við höfum náð að vaxa með þessari þróun í rafvæðingunni. Það skildi okkur enginn í fyrstu en erum núna að uppskera eftir allt erfiðið.“

“Verkefni sem þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir rafbílamarkaðinn, sér í lagi til þess að viðurkenna rafmagn sem valkost. Skráningartölur nýrra bifreiða sýna glögglega að sífellt fleiri kjósa að nýta rafmagn. En rafbíll er ekki einungis fyrir einstaklinga. Hann er einnig fyrir fyrirtæki og viðskiptavini hjá bílaleigum, notendur sem að öllu jafna hafa ekki aðgang að heimahleðslu. Öflugir innviðir með góðu aðgengi eru því mikilvægt framlag fyrir þennan nýja notendahóp sem við sjáum vaxa hratt. Krafa rafbílaeigenda er skýr: gott aðgengi að góðum innviðum þegar þeir þurfa á hleðslu að halda.” Segir Sigurður.

 Gleðifréttir. Til hamingju Ísland !

Ísorka ehf.

15. september 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.