Hleðslulausnir sem henta öllum
Hjá okkur finnur þú hleðslustöðvar sem henta öllum rafbílum fyrir heimilið, fyrirtæki og fjölbýlishús.
Heimahleðslustöð er besta leiðin til þess að hlaða rafbílinn heima. Við aðstoðum þig við allt sem til þarf.
Hleðslustöðvar eru hryggjarstykkið í hleðslulausn heimilsins. Það er mikilvægt að vanda valið og skoða hleðslutíma, hleðslugetu og týpu. Kynntu þér úrvalið í vefverslun okkar.
Hleðslukapall er mikilvægur ferðafélagi fyrir bæði rafbíla og plugin-hybrid. Við bjóðum einungis gæða kapla sem gerðir eru til þess að endast. Allir okkar kaplar eru 32 amper.
Hjá Ísorku færðu fast verð á uppsetningu þar sem er innifalið; Allt efni, allt að 10 metra lagnaefni, uppsetning, tilkynning til HMS og framlengd ábyrgð á heimahleðslustöðum.
Ísorka heldur úti hleðslustöðvum víðsvegar um landið. Til að nota þær þarf að setja upp smáforrit Ísorku þar sem þú getur fyglst með orkunotkun og hleðslu.
Ísorka er leiðandi í lausnum fyrir fjölbýli á Íslandi. Notendaupplifun og virkni er það sem Ísorka tryggir allan sólarhringinn.
Ísorka ráðleggur húsfélögum og sér um alla uppsetningu.
Ef þitt húsfélag á rétt á styrk, veitum við þér ráðgjöf ásamt tilboði í verkið.
Hver notandi borgar fyrir sína notkun án vandræða fyrir húsfélagið.
Ísorka er traustur samstarfsaðili sem sér ekki bara um uppsetningu á hleðslustöðvum og lausnum þeim tengdum heldur viðhald og þjónustu. Okkar markmið er að þín orkuskipti verði auðveld og áhægjuleg.
Ísorka setur upp, þjónustar og heldur utan um hleðslustöðvarnar. Fylgstu með hver er að nota stöðina og hversu mikið.
Þitt fyrirtæki getur orðið leiðandi og rutt brautina fyrir hleðsluþjónustu starfsfólks.
Við þekkjum hvaða vilnanir, styrki og afslátt fyrirtæki þitt getur notað til að fjármagna uppsetninguna.